Stafrænn vörustjóri – Digital Product Manager for Packages and Extended Travel

Icelandair 26. Nov 2021 Fullt starf

Icelandair leitar að liðsfélaga í teymi stafrænna vörustjóra Icelandair sem tilheyrir vörustýringu félagsins.

Við bjóðum fjölbreytt og spennandi störf fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk á einum stærsta vinnustað á Íslandi. Starfsumhverfið er alþjóðlegt og framtíðin verður skemmtileg.

Vörustýring Icelandair ber ábyrgð á vörustefnu Icelandair. Innan deildarinnar starfar öflugur hópur vörustjóra sem bera ábyrgð á stefnu og þróun kjarnavara Icelandair og tengdum hliðarvara, tengdum hliðarvörum og helstu stafrænu vörum Icelandair.

Markmið þess að koma þessari sýn til skila er að tryggja það að vöruframboð okkar sé viðskiptavinamiðað, vel skilgreint og í stöðugri þróun.

Við leitum að stafrænum vörustjóra sem ber ábyrgð á vexti pakkavara sem og ferðatengdra hliðarvara Icelandair með því að tryggja afburða stafræna upplifun á heimasíðu félagsins fyrir umræddar vörur.

**Ábyrgðarsvið:
**

 • Hefur góðan skilning á stefnu og vörum fyrirtækisins og hvernig stafrænar vörur tengjast þeim.

 • Heldur utan um stafræna stefnu pakkavara og tengdra hliðarvara í nánu samstarfi við vörustjórateymi Icelandair sem og aðra hagsmunaaðila.

 • Mótar sýn stafrænu varanna og viðheldur þróunaráætlanunum.

 • Samhæfir vöruþróunarferlið frá hugmynd að þjónustu, heldur utan um öll óafgreidd mál og forgangsraðar.

 • Fóstrar teymismenningu og samstarf og vinnur að stöðugum umbótum með gagnadrifna ákvörðunartöku að leiðarljósi.

 • Styður við vöruna og er tengill við aðra innan félagsins.

 • Fylgist með frammistöðu stafrænu varanna og miðlar henni til hagsmunaaðila.

**Hæfni og menntun
**

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

 • Fyrri reynsla af stafrænni vörustýringu og/eða þróun, þar sem Scrum Product Owner vottun er stór kostur.

 • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileikar.

 • Hæfni til að setja sig í spor viðskiptavinarins og vilji til stöðugra umbóta.

 • Talnagleggni og áræðni.

Umsóknir óskast ásamt ferilskrá og kynningarbréfi eigi síðar en 5. desember 2021.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sækjið um hér eigi síðar en 5. desember 2021: https://jobs.50skills.com/icelandair/is/10995