Stafrænn vöruhönnuður – Bláa Lónið

Bláa Lónið leitar að reyndum UX/UI-hönnuði með brennandi áhuga á notendamiðaðri hönnun, vönduðum stafrænum lausnum, stafrænni vöruþróun og hönnunarkerfum.
Viðkomandi mun hanna veflausnir, bókunarkerfi og leiða hönnunarkerfi fyrir Bláa Lónið og tengd vörumerki í nánu samstarfi við vöruteymi Digital solutions and data og aðrar deildir.
Hjá Digital and data starfar fjölbreyttur hópur fagfólks sem vinnur þvert á fyrirtækið að því sameiginlega markmiði að efla stafræna upplifun gesta Bláa Lónsins og annarra áfangastaða fyrirtækisins víða um landið. Við vinnum í þverfaglegum teymum og nýtum öfluga hönnun, notendamiðaða nálgun og nýjustu tækni til að skapa heildstæða og eftirminnilega stafræna upplifun.
Helstu verkefni:
Við leitum að einstaklingi sem hefur:
þróun
Bláa Lónið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á sífellda þróun og nýsköpun. Í boði er starf á vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins og fleira. Viðkomandi mun hafa starfsstöð í Urriðaholti í Garðabæ.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 26. september
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson forstöðumaður Digital & Data: jonatan.arnar.orlygsson@bluelagoon.is