Stafrænn leiðtogi

Reykjavíkurborg 12. Nov 2021 Fullt starf

Viltu leggja þitt af mörkum í stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar?

Leiðtogi í stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar óskast. Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að öflugum leiðtoga með brennandi áhuga á tækni til að taka þátt í að leiða umbreytingarferli borgarinnar. Starfið er tímabundið til tveggja ára með möguleika á fastráðningu.

Borgin hefur blásið til sóknar til að hraða stafrænum umbreytingum. Sett hafa verið af stað fjölmörg verkefni í endurhönnun stafrænnar þjónustu, mjög mikill metnaður er innan sviða borgarinnar og fjölmörg spennandi tækifæri framundan.

Stafrænn leiðtogi er ráðgjafi og sérfræðingur í stafrænni framþróun og starfar náið með framkvæmdastjórn hvers sviðs. Hann hefur brennandi áhuga á stafrænni umbreytingu, miðlar framtíðasýn, aðgerðaráætlunum og gildi þeirra. Stafrænir leiðtogar borgarinnar heyra undir Þjónustu- og nýsköpunarsvið en starfa á ólíkum sviðum borgarinnar.

Ef þú finnur þig í faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk brennur fyrir umbótum á þjónustu og lífi borgarbúa þá gæti þetta verið starf fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Lykilaðili í stafrænni vegferð sviðsins

 • Greina tækifæri stafrænna verkefna á sviðinu

 • Vöruskrárstýring og yfirsýn yfir verkefni og stafræna framþróun sviðsins

 • Ráðgjöf í stafrænum viðfangsefnum innan sviðsins og tengiliður við Þjónustu og nýsköpunarsvið

 • Þátttaka í samráðshópum og teymisstarfi stafrænna leiðtoga og annarra sérfræðinga

 • Miðlun á upplýsingum og þekkingu til starfsfólks sviðsins um stafræna þróun og aðferðir

 • Þátttaka í þróun á vörustýringarferlum og innleiðingu þjónustubreytinga á sviðinu

 • Stuðningur við innleiðingar og tæknileg fjárfestingarverkefni þvert á borgina

 • Yfirsýn fjármagns í stafræn verkefni sviðsins

 • Aðkoma að vinnu við gerð útboðsgagna í samstarfi við sérfræðinga

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

 • Þekking og/eða reynsla af starfsemi borgarinnar kostur

 • Mikill áhugi á stafrænum lausnum og stafrænum umbreytingum

 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og mikil aðlögunarhæfni

 • Hæfni til að miðla sýn, aðgerðaáætlunum og gildi þeirra

 • Þekking á stefnumótun og notendamiðaðri hönnun

 • Þekking og/eða reynsla af því að leiða vinnustofur

 • Farsæl reynsla af því að leiða breytingar og þverfaglegt samstarf ólíkra einstaklinga

 • Drifkraftur, þrautseigja, frumkvæði og metnaður

 • Geta til að tjá sig í ræðu og riti

 • Góð íslensku og enskukunnátta

 • Reynsla af greiningum og miðlun á gögnum


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2021. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þröstur Sigurðsson, skrifstofustjóri Stafrænnar Reykjavíkur, í gegnum netfangið throstur@reykjavik.is Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

 • Starfsferilsskrá

 • Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið

Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi. Verkefnin eru afar fjölbreytt og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.