Stafrænn leiðtogi regluvörslu

Kvika 28. Jun 2021 Fullt starf

Kvika er öflugur banki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði.

Regluvarsla er sjálfstæð eining innan bankans sem heyrir undir forstjóra. Hlutverk regluvörslu er m.a. að fylgjast með og ganga úr skugga um að bankinn starfi samkvæmt gildandi lögum og reglum hverju sinni og sinnir sviðið jafnframt aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Með tilkomu æ flóknara og tæknilegra lagaumhverfis á fjármálamarkaði og aukinna krafna sem samhliða því eru gerðar til fjármálafyrirtækja leitum við nú að liðsauka í hópinn sem mun m.a. bera ábyrgð á þróun og innleiðingu á stafrænum lausnum regluvörslu. Starfsmaður heyrir beint undir regluvörð bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Aðkoma að þróun og ábyrgð á innleiðingu á starfrænum lausnum regluvörslu, m.a. tengdum áhættuflokkun viðskiptasambanda

 • Umsjón með áhættumati fyrir peningaþvætti og aðgerðir gegn hryðjuverkum

 • Umsjón með kerfum og tæknilausnum sem regluvarsla nýtir, eftir atvikum í samráði við forstöðumann upplýsingatækni

 • Þátttaka í umbótaverkefnum

 • Greiningar og skýrslugerð

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í raungreinum, t.d. verkfræði eða tölvunarfræði

 • Minnst 5 ára starfsreynsla

 • Góð þekking á eða hæfni til að tileinka sér þekkingu á löggjöf á fjármálamarkaði

 • Reynsla af gerð áhættumata kostur

 • Þekking á fjármálamarkaði mikill kostur

 • Mikil greiningarhæfni og færni í úrvinnslu og framsetningu gagna

 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi

 • Góð samstarfs- og samskiptahæfni


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið í gegnum Alfreð

Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí 2021