Software Tester – Urriðaholt, Garðabær

Bláa Lónið 14. Oct 2022 Fullt starf

Við leitum að öflugum og jákvæðum sérfræðingi sem mun bera ábyrgð á prófunum á hugbúnaðarlausnum Bláa Lónsins. Áhersla er lögð á öguð vinnubrögð og gott skipulag. Viðkomandi mun koma til með að hafa samskipti við helstu hagsmunaaðila innan jafnt sem utan Bláa Lónsins.

Þetta er ný staða innan Upplýsingatækni og Stafrænnar þróunar hjá Bláa Lóninu og því þarf viðkomandi að vera með góða reynslu af stýringu á prófunum og skipulagningu þeirra.

Viðkomandi mun hafa starfsstöð í nýju skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.

Helstu verkefni

 • Undirbúningur og framkvæmd prófana
 • Setja upp og rýna prófunarferla
 • Almennar prófanir á lausnum sem fara í rekstur ásamt samantekt og skjölun á prófunarniðurstöðum
 • Hæfniskröfur

 • Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Minnst 5 ára starfsreynsla á sviði hugbúnaðarprófana
 • ISTQB gráða
 • Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni
 • Þekking á Business Central 20+ / LS Retail eða sambærilegum kerfum er kostur
 • Almenn þekking á SQL og API prófunum er kostur
 • Þekking á sjálfvirkum prófunum er kostur
 • Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi og skemmtilegur vinnustaður og er lögð rík áhersla á öfluga liðsheild og góðan starfsanda.


  Sækja um starf
  Upplýsingar fyrir umsækjendur

  Umsóknarfrestur er til og með 30. október. Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Ágúst Ólafsson forstöðumaður hugbúnaðarþróunar, á pall.agust.olafsson@bluelagoon.is.