Snjall forritari

Reykjavíkurborg 13. May 2020 Fullt starf

Reykjavíkurborg leitar að fjölhæfum og hressum hugbúnaðarsérfræðingi til að vinna í teymi að spennandi upplýsingatækniverkefnum hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði.

Starfið felur í sér þátttöku í framtíðarþróun á innviðum upplýsingatækni og hugbúnaðarlausna Reykjavíkurborgar. Starfið felur í sér að vinna með teymi sem hugsar í lausnum og nýtir notendamiðaða hönnun við úrlausn verkefna. Öll vöruþróun er unnin í nánu samstarfi við hagsmunaaðila, starfsfólk og íbúa Reykjavíkurborgar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Tekur þátt í stafrænum umbreytingarverkefnum og uppbyggingu á vefjum Reykjavíkurborgar Tekur þátt í hönnun og innleiðingu á hugbúnaðarlausnum til reksturs (DevOps)

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun í tölvunarfræði/verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.

Samskiptafærni og geta til að vinna í teymi nauðsynleg.

Þekking af bakendaþróun í .Net eða NodeJS æskileg.

Þekking á gagnagrunnsforritun (SQL) er nauðsynleg.

Reynsla af framendaþróun í React, Angular eða Vue kostur.

Þekking á Agile vinnubrögðum æskileg þar með talin reynsla af DevOps vinnubrögðum.

Geta til að tjá sig í riti og ræðu á íslensku og ensku nauðsynleg.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Róman Svavarsson með því að senda fyrirspurnir á Kari.Roman.Svavarsson@reykjavik.is

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.