Snillingur í hugbúnaðarþróun

Devon ehf 28. Oct 2022 Fullt starf

Devon er hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað var síðastliðið vor og er að smíða hugbúnað fyrir lífeyrissjóði. Í dag starfa þrír reynslumiklir starfsmenn hjá Devon og ætlum við að stækka hópinn.

Við erum að leita að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á hugbúnaðarþróun og er tilbúinn að hjálpa okkur að hanna og þróa vöruna okkar ásamt því að taka þátt í að byggja upp fyrirtækið.

Hvort sem þú ert framenda eða bakenda forritari þá skaltu endilega sækja um og sjá hvort við séum ekki að leita að þér.

Helstu verkefni og ábyrgð:
– Hönnun og þróun á nýrri vöru í öflugu teymi
– Þátttaka í mótun tæknilegra útfærslna og umbótum í verklagi

Menntunar- og hæfniskröfur:
– Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegu
– Reynsla í C# og SQL er kostur
– Reynsla af framendaforritun í vef er kostur
– Reynsla og/eða þekking á kerfum á fjármálamarkaði er kostur
– Reynsla og/eða þekking á skýjaumhverfi
– Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Við hvetjum alla til að sækja um óháð kyni og uppruna, umsóknir um starfið sendist á atvinna@devon.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Huldar Björnsson, bjorn@devon.is

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál