Skrifstofustjóri / Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra – Afleysingarstarf

Activity Stream 26. Mar 2018 Fullt starf

Activity Stream, sprotafyrirtæki í örum vexti, vill ráða sem fyrst eldkláran einstakling til að leysa af skrifstofustjóra félagsins. Um tímabundna ráðningu er að ræða, í það minnsta fram að sumarbyrjun 2019.

Viðskiptavinir fyrirtækisins eru í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeir starfa á sviði íþrótta, orkusölu og sölu aðgöngumiða á viðburði. Meðal þeirra eru mörg þekktustu íþróttalið, tónleikastaðir og miðasölufyrirtæki heims.

Ásamt því að hafa umsjón með daglegum rekstri skrifstofu er hlutverk skrifstofustjóra að létta undir með framkvæmdastjórn fyrirtækisins, aðstoða rekstrarstjóra með fjármál/launamál auk þess að halda umhverfi starfsfólks gefandi, skemmtilegu og hvetjandi. Skrifstofustjóri situr stjórnendafundi og er hægri hönd bæði framkvæmda- og rekstrarstjóra.

Helstu verkefni:

  • Samantekt og framsetning gagna fyrir reglubundna fundi.

  • Halda utan um lykilupplýsingar og sjá um greiðslur og reikninga.

  • Skjót miðlun upplýsinga til bókhalds, launavinnslu, eigenda, framkvæmdastjórnar og annarra aðila.

  • Umsjón og ábyrgð á upplifun starfsfólks og gesta af skrifstofu félagsins á Íslandi.

  • Ýmis tilfallandi verkefni fyrir framkvæmda- og rekstrarstjóra.

Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir nákvæma manneskju sem getur haldið mörgum boltum á lofti, gengur í það sem þarf að gera og skilar af sér bæði hratt og örugglega. Umhverfi nýsköpunar er um margt sérstakt en þessi staða veitir yfirgripsmikla sýn inn í þann heim og opnar margvíslega möguleika fyrir viðkomandi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og umsóknir á netfangið jobs@activitystream.com