Sérfræðingur í vöruhúsi gagna

Terra umhverfisþjónusta 20. Jul 2022 Fullt starf

Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum sérfræðingi í vöruhúsi gagna í þróunarteymi stafrænna lausna, til að vinna í þróun og viðhaldi á gagnavöruhúsalausnum innan félagsins. Viðkomandi mun taka þátt í hönnun og hugmyndavinnu á tæknilausnum og vera í samvinnu við önnur teymi innan Terra umhverfisþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þátttaka í þróunarteymi og rekstri á BI gagnavöruhúsalausnum
 • Forritun á bakendum upplýsingakerfa
 • Vinnsla og meðhöndlun á gögnum úr ólíkum kerfum
 • Samþætting við önnur kerfi
 • Hönnun og ákvörðun á tæknilegri uppbyggingu á lausnum
 • Skýrslugerð

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi eða reynsla af skyldum verkefnum
 • Góð þekking (3+ ára reynsla) af SQL gagnagrunnum og þróunartólum í MSSQL umhverfinu
 • Þekking á C#, ASP.NET Core
 • Þekking á RPA (Robotics Process Automation) er kostur
 • Reynsla af skýjalausnum Azure er kostur
 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Fagleg vinnubrögð
 • Þjónustulund og jákvætt hugarfar
 • Lipurð í mannlegum samskiptum

Terra umhverfisþjónusta leggur metnað í að skilja ekkert eftir og vill hvetja og auðvelda samfélaginu að takast á við þá áskorun. Terra umhverfisþjónusta er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 240 einstaklingar á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið, en í því felst meðal annars að draga úr úrgangi og söfnun hans og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu. Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og góðum starfsanda.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Atli Magnússon ráðgjafi hjá Hagvangi, hlynur@hagvangur.is


Sækja um starf