Sérfræðingur í viðskiptagreiningu

Íslandsbanka 24. May 2024 Fullt starf

Við hjá Íslandsbanka leitum að jákvæðum, metnaðarfullum greinanda til þess að slást í öflugan hóp Viðskiptagreiningar bankans.

Viðskiptagreining vinnur náið með tekjusviðum bankans að greiningum og upplýsingagjöf, gerð mælaborða og skýrslna auk stuðnings og ráðgjafar við viðskiptaþróun. Viðskiptagreining styður sömuleiðis við stafræna þróun bankans með þátttöku í mörkun mælikvarða og gagnaskila stafrænna vara og verkefna. Deildin spilar algjört lykilhlutverk í gagnadrifinni vegferð og þróun bankans.

Hér er um að ræða frábært tækifæri til þess að taka þátt í og móta gagnadrifna vegferð bankans.

Helstu verkefni:

  • Greining gagna og þróun skýrslna í Power BI og Business Objects í nánu samstarfi við hagsmunaðila
  • Smíði gagnalíkana til að styðja við sjálfvirka ferla og ákvarðanatöku
  • Náið samstarf við aðrar deildir bankans við mörkun og útfærslu rekstrarmælikvarða
  • Þátttaka í stafrænum þróunarverkefnum

Hæfniskröfur:

  • Góð samskiptafærni, jákvætt hugarfar og geta til að vinna undir álagi, bæði sjálfstætt sem og í teymi.
  • Sterk greiningarhæfni og færni í að miðla niðurstöðum á skýran og skilmerkilegan hátt.
  • Háskólamenntun í fjármálaverkfræði, viðskiptafræði, hagfræði, stærðfræði eða tengdum greinum.
  • Reynsla af notkun Power BI
  • Reynsla úr fjármálastarfsemi er mikill kostur.
  • Þekking á vensluðum gagnasöfnum og SQL
  • Þekking á Business Objects er kostur

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar veita Valþór Druzin Halldórsson, forstöðumaður í Gagnastýringu, valthor.druzin.halldorsson@islandsbanki.is og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri, gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is. 

Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veita Valþór Druzin Halldórsson, forstöðumaður í Gagnastýringu, valthor.druzin.halldorsson@islandsbanki.is og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri, gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is.