Sérfræðingur í viðskiptagreind

Kvika banki 28. Jan 2023 Fullt starf

Kvika er öflugur fjártæknibanki sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði með áherslu á upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Vörumerki samstæðunnar eru meðal annars TM, Kvika eignastýring, Lykill, Auður, Netgíró og Aur.

Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og jákvæðni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun og rekstur á lykilmælikvörðum samstæðu
  • Þróun á viðskiptagreindarumhverfi og undirliggjandi gagnaferlum
  • Þróun á stjórnendaskýrslum
  • Aðkoma að þróun á vöruhúsi gagna og gagnalagi viðskiptagreindar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólanám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af gagnavinnslu, greiningu og framsetningu gagna með SQL og Power BI
  • Forritunarreynsla í Python, R eða C# kostur
  • Þekking á lausnum á borð við SSAS eða Azure Analytics kostur
  • Reynsla af áætlanagerð og hugbúnaði til áætlanagerðar kostur
  • Reynsla af vinnu í agile umhverfi
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Skipulags- og aðlögunarhæfni í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eðvald Ingi Gíslason, forstöðumaður hagdeildar, edvald.gislason@kvika.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2023


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið í gegnum umsóknarvef Kviku - https://kvika.umsokn.is/