Sérfræðingur í viðskiptagreind

Orkuveita Reykjavíkur 17. Sep 2019 Fullt starf

Við viljum bæta við sérfræðingi í teymi viðskiptagreindar. Þetta er spennandi tækifæri fyrir lausnamiðaða og skapandi manneskju sem er lykilaðili í að gögn séu nýtt til ákvarðanatöku á árangursríkan hátt.

Verkefni og kunnátta:

Helstu verkefni eru að þróa og reka vöruhús gagna, ásamt því að hanna mælaborð og greiningar í Tableau. Verkefnin eru unnin með samstarfsfólki eininga samstæðunnar. Ef þú býrð yfir framúrskarandi samskiptahæfni, brennandi áhuga á gögnum og vilja til að miðla þekkingu viljum við heyra frá þér. Þú þarft að hafa þekkingu á á gagnagrunnsforritun (SQL, TSQL, PL/SQL) vera með háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilega menntun. Næmt auga fyrir framsetningu gagna, skipulagsfærni og hugmyndaauðgi er kostur.

Sótt er um starfið á ráðningarvef OR, starf.or.is.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2019. Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um.*

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.

*Þar sem konur eru í miklum minnihluta starfsfólks hjá Upplýsingatækni OR hvetjum við þær sérstaklega, á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, til að sækja um.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á ráðningarvef OR, starf.or.is, þar sem nánari upplýsingar er að finna.