Sérfræðingur í viðskiptagreind

Expectus 28. Aug 2019 Fullt starf

Við hjá Expectus erum að leita að starfsfólki sem deilir okkar ástríðu um mikilvægi gagna og upplýsinga til ákvarðanatöku. Ráðgjafar okkar aðstoða stærstu fyrirtæki landsins við að ná varanlegum árangri með því að nýta sér rauntímaupplýsingar til ákvarðanatöku. Við vinnum náið með okkar viðskiptavinum við að hanna og viðhalda framúrskarandi stjórnendaupplýsingum og gerum þeim kleift að spyrja og svara sínum eigin spurningum á einfaldan hátt. Þessa hæfni byggjum við á bestu aðferðarfræðum og hugbúnaði hverju sinni.

Helstu verkefni:

  • Þjónusta til núverandi viðskiptavina á lausnum sem eru þegar í rekstri hjá þeim
  • Uppbygging vöruhúss gagna hjá fyrirtækjum með Discovery Hub frá TimeXtender og öðrum sambærilegum hugbúnaðarlausnum.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
  • Mikil þekking í gagnagrunnsforritun (SQL, TSQL, PL/SQL)
  • Reynsla af notkun Discovery Hub eða sambærilegum hugbúnaði
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæði og vilji til að miðla þekkingu
  • Skapandi hugsun og hugmyndaauðgi ástamt hæfni til að koma hugmyndum sínum á framfæri
  • Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar
  • Löngun til að vaxa í starfi og læra eitthvað nýtt
  • Hreint sakavottorð

Við bjóðum okkar starfsfólki einstakt tækifæri til að vinna í fjölbreyttu, áhugaverðu og skemmtilegu umhverfi með verkefni í mismunandi atvinnugreinum hjá stærstu fyrirtækjum landsins.

Hjá Expectus starfa yfir 20 sérfræðingar í ráðgjöf og hugbúnaðargerð og var valið fyrirtæki ársins 2016, 2017 og 2018 í hópi milli stórra fyrirtækja hjá VR.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 13. september. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Hrafn Halldórsson í helgih@expectus.is