Sérfræðingur í vefmálum

Isavia 24. Oct 2022 Fullt starf

Viltu sjá um fjölbreytt vefmál? ✈️

Við leitum að kröftugum og umbótasinnuðum sérfræðingi vefmála í deild markaðsmála og upplifunar. Viðkomandi hefur það hlutverk að sjá um daglegan rekstur og viðhald á öllum vefjum Isavia á samt því að greina aðgerðir og árangur á lykilmælikvörðum.

HELSTU VERKEFNI

 • Daglegur rekstur og viðhald á vefjum Isavia
 • Verkefnastýring á vef- og viðmótstengdum verkefnum
 • Efnisvinna, innsetning og textagerð
 • Samskipti við samstarfsaðila
 • Framsetning á efni í tengslum við markaðsherferðir
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við vefstjóra

KRÖFUR UM MENNTUN OG/EÐA REYNSLU/HÆFNI

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Reynsla af vefumsjónarkerfum og vinna við vef er nauðsynleg
 • Þekking á e-commerce og omnichannel er mikill kostur
 • Góð færni í framsetningu á efni fyrir vefi á íslensku og ensku
 • Almenn tækniþekking og skilningur á vefforritun, html og CSS
 • Góð samskiptafærni, þjónustudrifið hugarfar og hæfni til að vinna í teymi
 • Starfsstöð er í Hafnarfirði og Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 06. 11 2022.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Jón Cleon, deildarstjóri markaðsmála og upplifunar á netfanginu, jon.cleon@isavia.is  

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi. Sæktu um starfið á vefsíðu okkar --> www.isavia.is/storf/662