Sérfræðingur í veflausnum

TACTICA 9. Apr 2019 Fullt starf

Vegna aukinna verkefna leitum við nú að sérfræðingi í veflausnum og rekstri vefhýsinga.

Helstu verkefni eru að þjónusta viðskiptavini og samstarfsaðila ásamt því að taka þátt í almennum rekstri hýsingarumhverfis TACTICA sem rekið er undir nafninu Hýsingar.is og er einn af stærri aðilum á hýsingarmarkaðnum í dag.

TACTICA sinnir ekki vefsíðugerð en vinnur náið með vefstofum ýmist í þjónustu, ráðgjöf eða almennri aðstoð.

Mikil áhersla er lögð á hæfni viðkomandi til þess að vinna með samstarfsaðilum og viðskiptavinum og tryggja að öllum verkefnum sé skilað á farsælan og faglegan hátt.

Viðkomandi þarf að hafa góðan heildarskilning á þeim kerfum sem unnið er í og því nauðsynlegt að hafa bakgrunn í upplýsingatækni og grunnskilning á vefforritun ásamt mjög góðum skilningi á WordPress.

Framkoma og samskiptahæfni eru lykilatriði í þessu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Samskipti og ráðgjöf við viðskiptavini og samstarfsaðila
 • Greining vandamála sem geta komið upp á vefsvæðum notenda
 • Aðstoð og vinna með samstarfsaðilum TACTICA
 • Samskipti við þjónustuaðila og birgja
 • Uppsetning og umsýsla á sýndarþjónum viðskiptavina

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun eða reynsla sem nýtist starfi.
 • Reynsla af hugbúnaðar / vefstörfum er mikill kostur.
 • Mjög góð tölvukunnátta og skilningur á upplýsingatækni skilyrði
 • Kerfi sem æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af: WHM/Cpanel, DNS, WordPress, Linux og Windows server
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku, færni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynleg

TACTICA er vaxandi fyrirtæki sem var stofnað árið 2012 og sérhæfir sig í heildarlausnum upplýsingatæknimála fyrir minni og meðalstór fyrirtæki ásamt því að reka eitt stærsta hýsingarfyrirtæki landsins Hýsingar.is

Einnig erum við leiðandi á sviði vöruumsýslu og samþættingarlausna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru beðnir um að láta ferilskrár og kynningarbréf fylgja með. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum verður svarað.