Sérfræðingur í upplýsingatækni

Auðkenni 20. Aug 2021 Fullt starf

Auðkenni leitar að sérfræðingi sem hefur góða þekkingu á rekstri kerfa og býr yfir frumkvæði til að finna nýjar lausnir og leiðir. Viðkomandi tekur þátt í rekstrarteymi Auðkennis og kemur að innleiðingu nýrra kerfa. Kerfi Auðkennis eru mörg og keyra á mismunandi stýrikerfum og gagnagrunnum. Undirliggjandi vélbúnaður keyrir VMware og keyra flest kerfi í tveimur vélarsölum. Stýrikerfi sem eru í rekstri eru Linux (Debian), Windows netþjónar og HSM frá Safenet/Thales Group.

Verkefni tengjast m.a. eftirfarandi kerfum:

 • Skilríkjakerfi notuð af meirihluta Íslendinga
 • CA Pki kerfi (skilríkjakerfi)
 • Skráningarkerfi notað af yfir 700 fulltrúum
 • Eftirlitskerfi
 • Ýmsir vefþjónar og vefþjónustur
 • Rekstur rafrænna skilríkja á símum

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegt
 • Þekking á Windows / Linux
 • Þekking á gagnagrunnum SQL
 • Þekking á PKI, SAML, Oauth og VMware er kostur
 • Þekking á LOG málum er kostur (elastic search, Kibana, syslog o.s.frv.)
 • Góð samskiptafærni
 • Frumkvæði og drifkraftur

Auðkenni var stofnað árið 2000 vegna vaxandi krafna fjármála- og fjarskiptafyrirtækja um aukið öryggi í rafrænum viðskiptum. Félagið er með ISO 27001 vottun og virka stjórnun upplýsingaöryggis. Öryggislausnir Auðkennis eru bæði íslenskar lausnir, þróaðar af fyrirtækinu sjálfu, og alþjóðlegar lausnir sem sniðnar eru að íslenskum aðstæðum. Þjónusta Auðkennis hefur undanfarin ár sannað sig sem grundvallar þjónusta fyrir íslenskt samfélag en rafræn skilríki spila lykilhlutverk í að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum samskipti sín á milli

Hjá okkur er:

 • Góður liðsandi
 • Sveigjanlegur vinnutími
 • Möguleiki á fjarvinnu
 • Pool, píla og Playstation
 • Sturtuaðstaða

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Hagvangs, www.hagvangur.is