Sérfræðingur í upplýsingaöryggi

Reiknistofa Bankanna 16. Feb 2022 Fullt starf

Við erum að styrkja öryggisteymi okkar og leitum að kraftmiklum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni á sviði öryggismála. Við erum að leita að einstaklingi með brennandi áhuga á öryggismálum til að vinna með okkur í skemmtilegum framtíðarverkefnum. RB rekur öll helstu greiðslukerfi Íslands og leggur af þeim sökum gríðarlega mikla áherslu á öryggismál.

Helstu verkefni

  • Þátttaka í uppbyggingu og framþróun öryggismála RB

  • Vinna að greiningu öryggisveikleika

  • Innleiða stöðugar úrbætur á svið öryggismála

  • Uppbygging og umsýsla á öryggiseftirlitskerfum

  • Þátttaka í fjölbreyttu samstarfi um upplýsingaöryggismál

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg eða viðeigandi starfsreynsla

  • Reynsla og/eða brennandi áhugi á upplýsingaöryggi og upplýsingatækni er krafa

  • Þekking í greiningu öryggisveikleika, öryggi hugbúnaðar og öryggi veflausna (OWASP TOP10)

  • Reynsla af uppbyggingu og notkun tölvuöryggislausna

  • Reynsla af forritun er kostur

  • Þarf að geta unnið vel í hópi en einnig með getu til að vinna sjálfstætt

  • Áhugi og drifkraftur til að takast á við stór, krefjandi og skemmtileg öryggisverkefni

Þetta eru leiðbeinandi hæfniskröfur, en ætíð er tekið tillit til mismunandi þekkingar þannig ekki hika við að senda inn umsókn. RB er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður með sterka vinnustaðamenningu þar sem áhersla er á að starfsfólk fái tækifæri til að læra og þróast í starfi. RB býður upp á sveigjanlegan og fjölskylduvænan vinnutíma. Meðal fríðinda sem stendur öllum starfsmönnum til boða eru heilsu- og samgöngustyrkir. RB hefur hlotið jafnlaunavottun og leggur áherslu á launajafnrétti sem og jafnrétti kynjanna í einu og öllu. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hversvegna þú ættir að verða fyrir valinu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingvi Ágústsson forstöðumaður rekstrarstýringar RB ingvi.agustsson@rb.is.

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar nk.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir berast í gegnum heimasíðu RB. https://rb.is/storf-i-bodi/