Sérfræðingur í þróun gagnakerfa (Data Engineer)

Logo 320 x 64.png
Marorka 11. Jan. 2018 Fullt starf

Marorka leitar að öflugum sérfræðingi með brennandi áhuga á gagnagnótt (Big Data) til starfa við þróun stoðkerfa fyrir söfnun og úrvinnslu gagna frá hundruðum skipa víðsvegar um heiminn.

Marorka er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnadrifinni orkustjórnun fyrir skip. Við gerum viðskiptavinum okkar mögulegt að minnka eldsneytisnotkun, draga úr útblæstri og auka afkastagetu skipaflota. Höfuðstöðvar eru á Íslandi, en skrifstofur í Þýskalandi, Singapore og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Helstu verkefni

  • Þróun og uppbygging stoðkerfa fyrir söfnun og úrvinnslu gagna
  • Þróun á forritaskilum (API) og undirliggjandi vefþjónustum fyrir önnur teymi og samstarfsaðila

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði eða tölvunarfræði
  • Reynsla af uppbyggingu skalanlegra og áreiðanlegra kerfa í tölvuskýjum (AWS)
  • Góð þekking á uppbyggingu gagnakerfa og gagnagrunnum
  • Reynsla af Kafka, Spark eða skyldum tólum til vinnslu gagnastrauma er kostur

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist á careers@marorka.com. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar en unnið er úr umsóknum jafnóðum og þær berast.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steindór E. Sigurðsson, yfirmaður rannsókna og þróunar, steindor@marorka.com.