Sérfræðingur í þjónustulausnum grunnkerfa

VÍS 10. Sep 2021 Fullt starf

Ert þú snillingur í að tengja saman þarfir og lausnir? Þá gætum við verið að leita að þér.

VÍS leitar að forvitnum, sjálfstæðum og lausnarmiðuðum aðila í starf sérfræðings í þjónustulausnum (IT business analyst). Þjónustulausnir saman stendur af fjölbreyttu teymi sérfræðinga sem sér um þróun og rekstur á grunnkerfum VÍS sem og samþættingu þeirra.

Viðkomandi þarf að hafa einstakt lag á að túlka fjölbreyttar þarfir úr starfseminni með það fyrir augum að breyta þeim í góðar tæknilegar lausnir ásamt því að styðja við þátttöku notenda í þróunarferli og innleiðingu nýrra lausna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Samskipti og upplýsingagjöf til notenda og hagsmunaaðila Forskriftir að tæknilegum úrlausnum og skráning viðskiptaferla Eftirfylgni við þróun tæknilausna og verkáætlana Skipulagning prófana Stuðningur við innleiðingu nýrra lausna Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Þekking og reynsla af þróun hugbúnaðarlausna Greiningarhæfni og færni til að miðla niðurstöðum Hæfni til að hugsa í lausnum og umbótum Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og hluti af teymi Haldbær reynsla úr sambærilegu starfi Góð samskipta- og skipulagshæfni Góð færni í ensku, bæði rituðu máli og töluðu

Það sem við höfum upp á að bjóða

Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu Fyrirmyndarfyrirtæki með áherslu á jafnrétti Við bjóðum upp á nýsköpunarumhverfi og elskum hugrekki Við leggjum ríka áherslu á sjálfbærni því við vitum að það er framtíðin Tækifæri til þess að vaxa og dafna ─ í lífi og starfi Umsóknarfrestur er til og með 19.september. Hvetjum alla sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um óháð kyni. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum starfasíðuna okkar á vis.is.

Nánari upplýsingar veita Lilja Erla Jónsdóttir hópstjóri þjónustulausna liljaj@vis.is og Ingólfur Þorsteinsson forstöðumaður stafrænna lausna ingolfur@vis.is .


Sækja um starf