Sérfræðingur í rekstri skýjaumhverfa

Stafrænt Ísland 16. May 2023 Fullt starf

Vilt þú leiða uppbyggingu á íslensku tækniumhverfi með skýjalausnum og taka þátt í að koma Íslandi í fremstu röð á heimsvísu í stafrænni þróun?

Stafrænt Ísland leitar að sérfræðingi í rekstri skýjaumhverfa sem mun vera hluti af öflugu teymi sérfræðinga og vinna með tæknilandsliði Íslands í hugbúnaðargerð. Viðkomandi hefur yfirumsjón með tæknilegu rekstrar- og þróunarumhverfi Stafræns Íslands sem er að stærstu leyti í skýjaumhverfi á borð við AWS og Azure.

Stafrænt Ísland er starfseining innan fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Hlutverk hennar er að vinna með ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og tryggja þannig skýr, einföld og hraðvirk samskipti. Stærsta verkefni Stafræns Íslands er þróun þjónustugáttarinnar Ísland.is.

Leitað er að drífandi einstaklingi sem á auðvelt með að fá fólk í lið með sér og ná fram því besta í öðrum.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

  • Umsjón með rekstrar- og þróunarumhverfi Ísland.is í AWS, Azure o.fl.
  • Ábyrgð á daglegum rekstri þróunarumhverfis og viðbrögð við atvikum.
  • Umsjón með uppsetningu skýjaumhverfis og flutningi eldri arfleiðarkerfa yfir í skýjahýsingu þar sem við á.
  • Samskipti og samningagerð við birgja og þátttaka í gerð útboða.
  • Greiningarvinna í rekstri og þarfagreiningar.
  • Forgangsröðun verkefna, mótun-og eftirfylgni verkáætlana.
  • Þátttaka í tæknilegri stefnumótun og uppbyggingu arkitektúrs rekstrar- og
    hýsingarumhverfis Ísland.is.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun eða sambærileg starfsreynsla á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða í
    tengdum greinum sem nýtist vel til úrlausnar ofangreindra verkefna.
  • Marktæk reynsla af stjórnun, rekstri og þróun upplýsingatæknikerfa.
  • Góð skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð og rík öryggisvitund.
  • Metnaður til að ná árangri, vilji til breytinga og geta til að leiða framfarir.
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum, jákvætt hugarfar, þjónustulund og frumkvæði.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði.

Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað. Hjá Stafrænu Íslandi starfa 12 starfsmenn en í ráðuneytinu öllu um 100 starfsmenn. Gildi ráðuneytisins eru frumkvæði, fagmennska og árangur.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 30.maí n.k.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á vefnum starfatorg.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri (andri.kristinsson@fjr.is), Ragnheiður Valdimarsdóttir mannauðsstjóri (ragnheidur.valdimarsdottir@fjr.is) og Henrietta Þóra Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Intellecta (henrietta@intellecta.is).