Sérfræðingur í rekstri miðlægra tölvukerfa Landspítala

Landspitali 15. Oct 2021 Fullt starf

Landspítali er einn stærsti og mikilvægasti vinnustaður landsins. Mikil framþróun læknavísinda og tækni auk þeirra miklu breytinga í þjónustu, sem almenningur þarf í framtíðinni, setur miklar kröfur á spítalann. Með byggingu nýs meðferðarkjarna og samhliða stafrænni umbreytingu ætlar Landspítali að vera í fremstu röð spítala í Evrópu. Þessum markmiðum verður ekki náð án þess að nýir ferlar, ný tækni, samþætting og sjálfvirkni leiki lykilhlutverk og forsenda árangurs er frábært starfsfólk. Vilt þú taka þátt í að gera þessa framtíð að veruleika?

Við sækjumst eftir framsæknum og drífandi liðsmanni til starfa í rekstrarlausnum sem sinnir innviðum á sviði upplýsingatækni spítalans. Um 15 manns sinna þessum fjölbreyttu verkefnum. Rekstrarlausnir sjá um vélasali, gagnageymslur, afritun, stýrikerfi, netkerfi, símkerfi, ásamt Microsoft lausnum, og ýmsu öðru. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi, enda rekur Landspítalinn eitt stærsta, flóknasta og mest spennandi tækniumhverfi landsins. Starfshlutfall er 100% og er upphaf starfs samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Á Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) starfa um 70 manns auk fjölda verktaka. Deildin ber ábyrgð á tölvubúnaði og tölvukerfum spítalans ásamt öllum lækningatækjabúnaði. Auk þess nýta fjölmargar aðrar heilbrigðisstofnanir landsins þjónustu HUT. Hlutverk HUT er að styðja sem best við starfsemi spítalans með tæknilausnum og leiða stafræn framþróunarverkefni sem öll miða að hærra þjónustustigi og aukinni skilvirkni á þessum ört stækkandi markaði.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Rekstur RedHat Enterprise Linux þjóna

• Rekstur álagsjafnara

• Rekstur á vélbúnaði, gagnastæðum og sýndarumhverfi

• Þjónusta, innleiðingar og uppfærslur kerfa innan og utan Landspítala

• Ráðgjöf og aðstoð vegna verkefna annarra starfsmanna HUT

• Þátttaka í framþróun tækniumhverfis Landspítalans

Hæfniskröfur

• Menntun og/ eða tæknilegar vottanir sem nýtast í starfi, er kostur

• Þriggja ára starfsreynsla á sviði kerfisstjórnunar í upplýsingatækni

• Reynsla af uppsetningu, rekstri og viðhaldi á RedHat Enterprise Linux eða tengdum Linux tegundum (e. distribution)

• Reynsla af sýndarumhverfum eins og VMware er kostur

• Þekking á miðlægum stjórnkerfum eins og Puppet, Chef eða Ansible er kostur

• Reynsla af bilanaleit og viðgerðum

• Reynsla af teymisvinnu

• Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð

• Faglegur metnaður, öguð vinnubrögð og drifkraftur í starfi

• Jákvætt viðmót, lausnamiðuð nálgun og lipurð í samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Starfsmerkingar: upplýsingatækni, kerfisstjóri, tæknimaður, tölvunarfræðingur, verkfræðingur

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 25.10.2021

Nánari upplýsingar veitir

Sigurður Þórarinsson – sithorar@landspitali.is – 899 3499


Sækja um starf