Sérfræðingur í rafrænni skjalavörslu

Þjóðskjalasafn Íslands 10. Oct 2022 Fullt starf

Vilt þú verða hluti af nýrri og stækkandi fageiningu innan Þjóðskjalasafns Íslands sem leitar snjallra lausna og leiðir stafræna umbreytingu safnsins, þ.m.t. viðtöku, varðveislu og miðlun rafrænna gagna til að tryggja örugga meðferð rafrænna gagna með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi?

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í rafrænni skjalavörslu innan fageiningarinnar gagnaskila og eftirlits. Starfið felst einkum í ráðgjöf og fræðslu um rafræna skjalavörslu við afhendingarskylda aðila og viðtöku rafrænna gagna frá þeim. Auk þess tekur viðkomandi þátt í ýmsum öðrum verkefnum Þjóðskjalasafns.

Helstu verkefni eru:
• Viðtaka, prófun og frágangur rafrænna gagna til langtímavarðveislu.
• Ráðgjöf um rafræna skjalavörslu til afhendingarskyldra aðila, þ.m.t. um afhendingu rafrænna gagna til Þjóðskjalasafns.
• Eftirlit með skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.
• Kynning á reglum og samning fræðsluefnis og kennsla á námskeiðum um rafræna skjalavörslu.
• Að þróa áfram aðferðir við varðveislu rafrænna gagna og fylgjast með þróun í málaflokknum í nágrannalöndunum.

Hæfniskröfur:
• Menntun í tölvunarfræði, verkfræði, kerfisfræði eða hliðstæð menntun er áskilin.
• Þekking á skjalfræði, upplýsingafræði eða skjalasöfnum er kostur.
• Fjölbreytt reynsla á sviði tölvumála er áskilin.
• Áhugi á nýsköpun í stafrænni þjónustu við borgarana og stjórnsýsluna.
• Góð kunnátta á miðlum og stöðlum er varða vörslu og flutning rafrænna gagna er æskileg.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti er áskilin.
• Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
• Færni í mannlegum samskiptum, teymisvinnu og sjálfstæði í vinnubrögðum er áskilin.
• Framsækni og framkvæmdagleði.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. október.

Nánari upplýsingar veitir Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður í síma 820-3322 eða í tölvupósti njordur.sigurdsson@skjalasafn.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem greinir frá ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Vottorð um menntun fylgi umsókn. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisáætlun Þjóðskjalasafns og við hvetjum áhugasama einstaklinga óháð kyni til að sækja um starfið. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019. Þjóðskjalasafn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.