Sérfræðingur í notendaupplifun
Hugsmiðjan er hönnunar- og hugbúnaðarhús sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná árangri með nýrri tækni.
Hjá Hugsmiðjunni er ákaflega metnaðarfullt en jafnframt notalegt og afslappað andrúmsloft. Við leggjum mikla áherslu á að vera fyrsta flokks vinnustaður sem laðar að sér framúrskarandi fólk sem hefur ástríðu fyrir að skapa yfirburða stafrænar lausnir með fagfólki og frábærum viðskiptavinum.
Starfið felur í sér:
-
Að skilgreina og móta stefnu í stafrænum verkefnum
-
Að beita notendamiðaðri nálgun á verkefni
-
Að vinna með gögn og greina stærri stafræn verkefni í upphafi
-
Notendarannsóknir og prófanir
-
Að hanna og stýra vinnustofum og vinna þvert á teymi
-
Taka saman niðurstöður greininga og miðla upplýsingum
Hæfniskröfur
-
Metnaður og ástríða fyrir stafrænni hönnun
-
Góð samskiptahæfni, útgeislun og hæfileiki til þess að hrífa fólk með sér
-
Greiningarhæfni og skapandi hugsun
-
Góður skilningur á notendaupplifun
-
Reynsla af stafrænum verkefnum
-
Þekking á hönnunar- og greiningartólum á borð við Figma, Miro o.fl.
-
Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
Sækja um starf
Sendu okkur endilega ferilskrá ásamt stuttu kynningarbréfi á starf@hugsmidjan.is