Sérfræðingur í notendaþjónustu

Kvika 30. Dec 2020 Fullt starf

Kvika banki leitar að þjónustulunduðum sérfræðingi í notendaþjónustu á upplýsingatæknisvið bankans. Teymið vinnur að fjölbreyttum verkefnum og býr yfir mikilli reynslu. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga sem vilja afla sér meiri reynslu í notendaþjónustu og kerfisrekstri undir leiðsögn reyndra sérfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Uppsetning og viðhald vél- og hugbúnaðar notenda
 • Almenn þjónusta við notendur með tölvur, farsíma og annan almennan tölvubúnað
 • Dagleg umsjón notendakerfa
 • Umsjón með prenturum og öðrum tækjabúnaði

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
 • Lausnamiðuð hugsun og aðlögunarhæfni
 • Færni í mannlegum samskiptum og hópavinnu
 • Mikill áhugi fyrir þvi að læra nýja hluti
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Microsoft eða Comp TIA vottanir eru einnig kostur
 • Góð þekking á Windows umhverfi og notendabúnaði
 • Reynslu af vinnu með vélbúnað

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sækja skal um í gegnum Alfreð.