Sérfræðingur í notendaþjónustu

Kvika 8. Jun 2021 Fullt starf

Kvika banki leitar að þjónustulunduðum sérfræðingi í notendaþjónustu á upplýsingatæknisvið bankans sem þjónustar Kviku og dótturfélög. Teymið vinnur að fjölbreyttum verkefnum og býr yfir mikilli reynslu. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga sem vilja afla sér meiri reynslu í notendaþjónustu og kerfisrekstri undir leiðsögn reyndra sérfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Uppsetning og viðhald vél- og hugbúnaðar notenda

 • Almenn þjónusta við notendur með tölvur, farsíma og annan almennan tölvubúnað

 • Dagleg umsjón notendakerfa

 • Umsjón með prenturum og öðrum tækjabúnaði

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Sjálfstæði og vönduð vinnubrögð

 • Lausnamiðuð hugsun og aðlögunarhæfni

 • Færni í mannlegum samskiptum og hópavinnu

 • Mikill áhugi fyrir þvi að læra nýja hluti

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

 • Microsoft eða Comp TIA vottanir eru einnig kostur

 • Góð þekking á Windows umhverfi og notendabúnaði

 • Reynslu af vinnu með vélbúnað


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið í gegnum Alfreð

Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2021