Sérfræðingur í notendarannsóknum

Reykjavíkurborg 25. May 2021 Fullt starf

Viltu leggja þitt af mörkum í stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar?

Sérfræðingur í notendarannsóknum

Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að sérfræðingi í notendarannsóknum til þess að móta nýtt starf við að hanna þjónustur út frá þörfum og væntingum íbúa. Við erum að leita að manneskju sem hefur ástríðu fyrir að hugsa út fyrir kassann, finna leiðir að umbótum og vill taka skrefið að horfa þjónustur borgarinnar sem eina heild út frá notendamiðaðri hönnun. Ef þú vilt vinna á faglegum og skemmtilegum vinnustað þar sem helsti hvatinn er umbætur á þjónustu fyrir borgarbúa, krefjandi viðfangsefni og nýsköpun, þá er þetta starf fyrir þig.

Hvað er stafræn vegferð?

Borgin hefur blásið til sóknar til að hraða stafrænum umbreytingum næstu þrjú árin og bregst við aukinni kröfu og þörfum borgarbúa á stafrænum lausnum, auknu aðgengi að gögnum og bættri þjónustu á netinu. Stafrænar lausnir draga úr tímasóun sem og eykur skilvirkni og hagkvæmni í rekstri borgarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skipulag, utanumhald og framkvæmd á notendarannsóknum, eigindlegum og megindlegum. Uppsetning og nálgun í notendarannsóknum á öllum stigum stafrænna verkefna. Skil á greiningu með skýrri innsýn í upplifun notenda til teyma í stafrænni þróun og innkaupum á lausnum. Utanumhald á prófunum (e. testing) með notendum á frumgerðum. Þátttaka og leiðsögn í stafrænum umbreytingateymum. Ýtrun og bestun á notendarannsóknar ferlum. Styðja við þjónustuhönnun og aðferðir sem setja íbúann í fyrsta sæti. Skýr upplýsingamiðlun á niðurstöðum rannsókna.

Menntunar- og hæfniskröfur

Þekking og reynsla af notendarannsóknum s.s. viðtölum, vinnustofum, könnunum, greiningum, prófunum á nýjum lausnum o.fl. Þekking og reynsla á aðferðafræði þjónustuhönnunar (e. design thinking). Æskilegt er að umsækjandi hafi a.m.k. tveggja ára reynsla af notendarannsóknum. Með góða tæknikunnátta og brennandi áhugi á fólki, atferli þess, hvata og markmiðum. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, teymisvinnu, umbótahugsun og gott auga fyrir smáatriðum. Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. mannfræði, sálfræði, markaðsfræði og annað nám með áherslu gagnrýna hugsun, rannsóknir, tölfræði og greiningu. Geta til að tjá sig í ræðu og riti og góða íslensku og enskukunnátta.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 15. júní n.k. og skal umsókn fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið. Að auki skal fylgja stutt saga af verkefni sem umsækjandi hefur unnið og hvernig hann vann það Upplýsingar um starfið veitir Andri Geirsson, andri.geirsson@reykjavik.is Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi. Verkefnin eru afar fjölbreytt og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.