Sérfræðingur í netöryggissveit PFS – CERT-ÍS

Póst- og fjarskiptastofnun 9. Mar 2021 Fullt starf

CERT-ÍS óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings í netöryggissveit. CERT-ÍS starfar sem sér skipulagseining innan Póst- og Fjarskiptastofnunar. Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættum vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvukerfum sem falla undir starfssvið hennar. Sveitin greinir atvik, takmarkar útbreiðslu og tjón af völdum netárása og stefnir að því að vera leiðandi í umræðu um netöryggismál og í fyrirbyggjandi varnarstarfi. Við bjóðum gott tækfæri til starfsþróunar í krefjandi og kviku umhverfi upplýsinga- og netöryggismála.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Náin þátttaka í örri þróun og uppbyggingu netöryggissveitar CERT-ÍS

 • Meðhöndlun öryggisatvika og greining veikleika í tölvu- og netkerfum

 • Upplýsingaskipti við þjónustuhópa og aðra ytri aðila

 • Þátttaka í samstarfi alþjóðlegra CERT sveita

 • Ráðgjöf og upplýsingar varðandi upplýsingaöryggi

Hæfnikröfur

 • Háskólapróf í verk-, tækni- eða tölvunarfræði eða haldgóð reynsla á sviði netöryggis

 • Starfsreynsla við hönnun og högun netkerfa, hugbúnaðargerðar og/eða öryggisgreininga er æskileg

 • Hæfileiki til að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi

 • Hæfni í mannlegum samskiptum

 • Gerð er krafa um mikla greiningarhæfni, öguð og skipulögð vinnubrögð

 • Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og í rituðu máli

 • Reynsla af viðbragðs- og aðgerðarstjórnun æskileg

 • Þekking á farsímakerfum æskileg (4G/5G)


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist verður sakavottorðs.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars nk.

CERT-ÍS lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.

CERT-ÍS hvetur alla sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um störf hjá stofnuninni, óháð kyni.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Arnar Sigmundsson - gudmundur@cert.is