Sérfræðingur í netlausnum

Origo 11. May 2018 Fullt starf

Netlausnir Origo leita að framsæknum og ábyrgðarfullum sérfræðingi til að sinna ráðgjafar- og hönnunarverkefnum ásamt flóknari rekstrarmálum fyrir stærstu og kröfuhörðustu viðskiptavini Origo.

Um krefjandi starf er að ræða þar sem unnið er með nýjustu tækni á sviði netlausna.

Hæfniskröfur

·Góð færni í mannlegum samskiptum

·Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði er kostur

·Reynsla af rekstri búnaðar frá Juniper/Cisco/Fortinet/Lenovo er kostur

·Yfirgripsmikil þekking á MPLS, IP,  BGP, OSPF, IS-IS, Layer 2 og Layer 3 samskiptum

·Tveggja ára reynsla af netrekstri er skilyrði

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Sótt er um starfið hér á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2018. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Örn Kærnested forstöðumaður Miðlægra lausna bjarni.kaernested@origo.is.


Upplýsingar fyrir umsækjendur