Sérfræðingur í Navision

Kvika banki leitar að sérfræðingi í Navision til að taka þátt í spennandi þróunarverkefnum. Unnið er þvert á svið bankans og mikilvægt er að viðkomandi sé með reynslu af bókhaldi og bókhaldsferlum. Um frábært tækifæri er að ræða fyrir aðila sem vill nýta sína reynslu í að leiða verkefni og móta framtíðarsýn.
Helstu verkefni og ábyrgð
Greiningarvinna og stefnumótun í samstarfi við fjármáladeild
Umsjón á innleiðingum og uppfærsla á bókhaldsferlum
Samskipti við þjónustuaðila og verktaka
Þjónusta við innri viðskiptavini
Viðhald á umhverfi og endurbætur
Verkefnastýring verkefna í Navision
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Þekking og reynsla af bókhaldi fyrirtækja
5-10 ára reynsla af Navision
Þekking á gagnagrunni og vinnslum í Navision
CAL forritun í Navision
Lausnamiðuð hugsun og aðlögunarhæfni
Sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
Færni í mannlegum samskiptum og hópavinnu
Sækja um starf
Starfið er auglýst á Alfreð, biðjum umsækjendur að nota linkinn hér að ofan til að sækja um.