Sérfræðingur í markaðsáhættu

Íslandsbanka 4. May 2022 Fullt starf

Íslandsbanki óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í Áhættustýringu til að vera í forystuhlutverki við mat á markaðsáhættu. Bankinn fylgist vel með þeirri áhættu að verðbreytingar á mörkuðum, svo sem á vöxtum, hlutabréfaverði og gengi gjaldmiðla hafi óhagstæð á hrif á eignir og skuldir bankans og þar með á afkomu hans og eigið fé.

Áhættustýring er svið innan Íslandsbanka sem stuðlar að upplýstri ákvarðanatöku og sterkri áhættuvitund stjórnar og starfsmanna bankans. Meðal verkefna er að tryggja áreiðanlegt mat á öllum áhættuþáttum í rekstri bankans og að miðla heildaryfirsýn um áhættu til stjórnenda og eftirlitsaðila. Áhættustýring sinnir einnig sérhæfðum greiningarverkefnum fyrir aðrar einingar bankans þar sem markmiðið er að umbreyta gögnum í skiljanlegar og gagnlegar upplýsingar sem nýtast við ákvarðanatöku.

Helstu verkefni:

 • Forysta og frumkvæði við mælingu á markaðsáhættu, nánar tiltekið fastvaxtaáhættu, verðtryggingaráhættu, gjaldeyris­áhættu og hlutabréfaáhættu
 • Þróun og beiting líkana til að meta eiginfjárþörf vegna þessara áhættuþátta í samræmi við alþjóðlegar kröfur
 • Ráðgjöf við stefnumörkun og stýringu markaðsáhættu
 • Sérhæfð greiningarverkefni
 • Kynningar og samskipti við hagsmunaaðila innan og utan bankans

Hæfniskröfur:

 • Greiningarhæfni, samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
 • Framúrskarandi hæfni á sviði stærðfræði eða fjármálafræði
 • Reynsla af forritun í R eða sambærilegu forritunarmáli
 • Staðgóð þekking á gagnagrunnum og notkun fyrirspurnartóla
 • Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku
 • Reynsla af áhættustýringu og þekking á bankastarfsemi er kostur

Frekari upplýsingar:

Kristján Rúnar Kristjánsson, forstöðumaður Mats og líkana, netfang: kristjan.kristjansson@islandsbanki.is. Á Mannauðssviði veitir Guðlaugur Örn Hauksson nánari upplýsingar, sími 844 2714, netfang: gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Kristján Rúnar Kristjánsson, forstöðumaður Mats og líkana, netfang: kristjan.kristjansson@islandsbanki.is. Á Mannauðssviði veitir Guðlaugur Örn Hauksson nánari upplýsingar, sími 844 2714, netfang: gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is