Sérfræðingur í kerfisstjórnun

Við leitum að öflugum einstaklingi í stöðu sérfræðings í upplýsingatækni á traustum vinnustað í Reykjavík. Leitað er eftir aðila sem hefur góðan tæknilegan bakgrunn, getur sinnt almennri tækniþjónustu og unnið eftir verklagi í ISO vottuðu umhverfi.
Helstu verkefni:
- Rekstur sérhæfðra kerfa .s.s. innleiðing, viðhald, eftirlit og ráðgjöf ásamt fleiri tilfallandi verkefnum.
- Þátttaka í eða framkvæmd úrbótaverkefna, ásamt vali og innleiðingu tæknilausna hvers tíma.
- Regluleg áætlanagerð um rekstur kerfa ásamt samskiptum við innri sem ytri aðila
Hæfniskröfur:
- Nám í tölvunarfræði, kerfisstjórnun og/eða farsæl reynsla sem nýtist í starfi
- Góð þekking á m.a. VMWare raunvélaumhverfi, gagnageymslulausnum og Microsoft 365 umhverfinu
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
- Greiningarhæfni í flóknum kerfisrekstri
- Hæfni til að miðla upplýsingum
- Reynsla af vinnu og rekstri þjóna í Linux og Windows umhverfi
- Þekking á Puppet, Ansible, Container, netkerfum eða eftirlitskerfum kostur.
- Þekking á rekstri gagnagrunnskerfa s.s. PostgreSQL, DB2 og fl. grunna, SQL sem og NonSQL kostur
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Hagvangs.