Sérfræðingur í kerfisstjórnun/sérkerfi

Veðurstofa Íslands 14. Jan 2019 Fullt starf

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í kerfisstjórnun, til að sinna viðhaldi og rekstri á sérhæfðum miðlægum kerfum Veðurstofunnar, sem og taka þátt í hönnun og þróun á þeim. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands.

Meginhlutverk

Veðurstofan rekur mörg krefjandi og sérhæfð upplýsingatæknikerfi í 24/7 umhverfi. Sérfræðingurinn er hluti af öflugu teymi og kemur til með að hafa umsjón með, setja upp, prófa og í sumum tilfellum reka kerfin. Starfið felur í sér kerfishönnun, skjölun og þátttöku í þróunarferlum, ásamt því að koma kerfum/hugbúnaði í rekstur. Viðkomandi sér um samskipti við þjónustuaðila ef svo ber undir og getur þurft að sinna bakvöktum.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun og/eða farsæl reynsla á sviði tölvunar- eða kerfisfræði
 • Farsæl reynsla af umsjón, rekstri og afritun stýrikerfa
 • Hæfni í kerfislæsi, þ.e. hæfni til að fá fljótt örugga yfirsýn yfir flókin kerfi/verkefni
 • Þekking á rekstri sýndarumhverfis (VMware)
 • Reynsla af kerfishönnun er æskileg
 • Þekking á stöðugri framteflingu er kostur
 • Þekking á sjálfvirkum prófunum og eftirliti er kostur
 • Þekking á gagnagrunnskerfum (notkun, uppsetning, og rekstur) er kostur
 • Þekking á netkerfum og fjarskiptum er kostur
 • Kunnátta í forritun er kostur
 • Hæfni í samskiptum og teymisvinnu
 • Nákvæmni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Gott vald á íslensku og ensku

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á www.starfatorg.is