Sérfræðingur í kerfisstjórnun – IT specialist

Veðurstofa Íslands 30. Nov 2023 Fullt starf

Veðurstofa Íslands leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu sérfræðings í upplýsingatækni.

Leitað er eftir einstakling sem hefur áhuga á að vera hluti af öflugu teymi sem hefur það hlutverk að bæta öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar og styðja við sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Þessu hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga.

Leitað er eftir aðila sem hefur góðan tæknilegan bakgrunn, getur sinnt almennri tækniþjónustu og unnið eftir verklagi í ISO vottuðu umhverfi. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með móttöku og vinnslu veðurgagna úr gervitunglum. Ábyrgð á gagnakeðju frá mótttöku til birtingar. Þróun á gagnakeðju og eftirlitskerfi. Rekstur miðlægra og sérhæfðra kerfa Veðurstofunnar s.s. innleiðing, viðhald, eftirlit og ráðgjöf ásamt tilfallandi verkefnum. Viðkomandi sérhæfir sig í ákveðnum kerfum, en hefur rekstrarlega þekkingu á sem flestum kerfum upplýsingatækni.

Þátttaka í eða framkvæmd úrbótaverkefna, ásamt vali og innleiðingu tæknilausna hvers tíma.Regluleg áætlanagerð um rekstur kerfa ásamt samskiptum við innri sem ytri aðila.

Hæfniskröfur

  • Nám í tölvunarfræði, kerfisstjórnun og/eða farsæl reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð þekking á m.a. VMWare raunvélaumhverfi, gagnageymslulausnum og Microsoft 365 umhverfinu
  • Asyncio/multiprocessing Python
  • Þekking á Redis/RabbitMQ er kostur
  • Þekking á Docker
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og metnaður í starfi, lausnarmiðuð hugsun og áhugi til að tileinka sér nýjungar
  • Greiningarhæfni í flóknum kerfisrekstri
  • Hæfni til að miðla upplýsingum
  • Reynsla af vinnu og rekstri þjóna í Linux umhverfi
  • Þekking á Puppet, Ansible, netkerfum eða eftirlitskerfum kostur

Gildi Veðurstofu Íslands eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar á stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Applicants should apply for the position through the governmental portal for job applications found here or send an email to the address: borgar@vedur.is

Umsóknarfrestur er til og með 11. desember