Sérfræðingur í hagnýtingu gagna

LSR 13. Apr 2023 Fullt starf

Viltu leika lykilhlutverk í stafrænni uppbyggingu stærsta lífeyrissjóðs landsins? Hefur þú reynslu af meðhöndlun og hagnýtingu gagna? Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins leitar nú að framsæknum og öflugum sérfræðingi sem er tilbúinn til að taka með okkur næstu skref í stafrænni vegferð sjóðsins.

LSR hefur sett metnaðarfulla stefnu í upplýsingatækni, einkum að bæta þjónustu við sjóðfélaga. Grunnurinn að árangri á þessu sviði er bætt sýn á gögn og notkun þeirra en þar mun sérfræðingur í meðhöndlun og hagnýtingu gagna leika lykilhlutverk. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni með samhentum og metnaðarfullum hópi sem leiðir stafræn uppbyggingarverkefni LSR.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Gagnaarkitektúr og hönnun gagnakerfa
 • Samþætting lausna og uppsetning kerfisþjóna
 • Smíði og viðhald á skýrslum og mælaborðum
 • Umsjón með uppbyggingu vöruhúss gagna
 • Hagnýting gagna við stjórnun, þjónustu og miðlunar
 • Tryggja rekjanleika, öryggi og réttleika gagna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða skyldum greinum
 • Reynsla úr sambærilegu starfi
 • Reynsla af Azure-skýjaumhverfi
 • Góð SQL-kunnátta ásamt þekkingu á högun og uppbyggingu gagnagrunna
 • Góður skilningur á tölfræði og hæfni til að túlka gögn
 • Almenn tækniþekking s.s. grunnskilningur á REST og SOAP-vefþjónustuskilum

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 23.04.2023. Umsóknir óskast fylltar út á Alfreð, alfred.is.

Umsókn skal fylgja ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni í starfið. Umsjón með starfinu hefur Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus (ingunn@attentus.is).

LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins. Hjá sjóðnum starfa um 57 manns með fjölbreyttan bakgrunn sem nýta þekkingu sína og hæfileika til að sinna áskorunum í síbreytilegu starfsumhverfi.

Hjá LSR njótum við þess að starfa í jákvæðu umhverfi með metnað og bjartsýni að leiðarljósi. Við búum að mikilli reynslu og þekkingu og vitum að það krefst ábyrgðar og framsýni að ávaxta eignir sjóðfélaga með traustum hætti til næstu áratuga. LSR starfar í samræmi við vottað jafnlaunakerfi og jafnréttisáætlun sjóðsins.