Sérfræðingur í gagnalekavörnum (DLP)
Íslandsbanki leitar að jákvæðri, metnaðarfullri og áhugasamri manneskju í starf sérfræðings í gagnalekavörnum ( DLP ) innan Stafrænnar þróunar og gagnastýringar. DLP sérfræðingur gegnir lykilhlutverki í skipulagningu, viðhaldi og eftirliti gagnalekavarna í samstarfi við viðskipta og eftirlitseiningar bankans. Skýrslugerð til hagsmunaðila og frammistöðumælingar DLP varna ásamt framþróun þeirra er á ábyrgð DLP sérfræðings.
Helstu verkefni:
- Innleiðing á viðhald á DLP reglum í Purview gagnalekavörnum
 - Vöktun, mælingar og frammistöðumat gagnalekavarna
 - Skýrslugerð ( PowerBI ) til helstu hagsmunaaðila
 - Framleiðsla og dreifing fræðsluefnis um gagnalekavarnir
 - Innleiðing atvikaferla fyrir gagnalekavarnir
 - Gagnagreining og flokkun í samræmi við þarfir viðskiptaeininga
 
Hæfniskröfur:
- Jákvætt hugarfar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 - Grunnmenntun á háskólastigi er æskileg, en sérhæfð þekking og reynsla á sviðinu (1-3 ár) er einnig kostur
 - Þekking á gagnalekavörnum, aðferðarfræði, innleiðingu þeirra og rekstri, sérstaklega Microsoft Purview
 - Reynsla af gagnagreiningum og skýrslugerð í PowerBI
 - Þekking á innleiðingu og viðhaldi öryggisstefnu og verkferla
 - Reynsla af viðbrögðum og úrbótum vegna gagnalekavarna
 - Sterk greiningarhæfni og færni í lausn vandamála
 - Hæfni til að vinna í teymi og sjálfstætt undir álagi
 
Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veita Konráð Hall, forstöðumaður Kerfisreksturs ( konrad.hall@islandsbanki.is ) og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri (gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is).
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veita Konráð Hall, forstöðumaður Kerfisreksturs ( konrad.hall@islandsbanki.is ) og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri (gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is).