SÉRFRÆÐINGUR Í GAGNAGREININGU OG TÖLFRÆÐIFORRITUN

TM 16. Mar 2018 Fullt starf

TM óskar eftir að ráða sérfræðing í gagnagreiningu og tölfræðiforritun á svið áhættuverðlagningar.

Áhættuverðlagningarsvið TM nýtir nýjustu tölfræðilegu aðferðir til að finna, meta og verðleggja vátryggaáhættu. Risavaxin gagnasöfn, tölfræðilíkön, sjálfkeyrandi bílar og hlýnun jarðar eru allt okkar viðfangsefni.

Þess vegna leitum við að manneskju sem er með eindæmum talnaglögg, býr yfir einstakri greiningarhæfni og er vel læs á öll helstu forritunarmál.

Hugsaðu í framtíð með okkur!

Starfslýsing:

  • Rekstur og þróun verðlagningar- og stofnstýrikerfa TM

  • Útreikningar á vátryggingaáhættu og verðlagning hennar

  • Greiningar og skýrslugerð.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í raungreinum, t.d. tölvunarfræði eða verkfræði. Meistarapróf er kostur

  • Þekking á venslagagnagrunnum og færni í SQL. Þekking á annarskonar gagnagrunnum (nosql) kostur

  • Mikil greiningarhæfni og kunnátta á helstu tól og forritunarmál sem nýtast við greiningar og tölfræði (t.d. R, Python o.fl.)

  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að miðla flóknum upplýsingum í ræðu og riti

  • Brennandi áhugi á að leysa flókin vandamál með aðstoð tölva


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 26. mars n.k. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á netfangið starf@tm.is. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar veitir Garðar Þ. Guðgeirsson, framkvæmdastjóri áhættuverðlagningar (gardar@tm.is)