Sérfræðingur í gagnagæðum

Íslandsbanka 6. May 2022 Fullt starf

Íslandsbanki óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í Áhættustýringu til að vera í forystuhlutverki við tækni og framþróun er varðar gæði áhættustýringargagna. Áhættustýringargögn eru kjarnaverðmæti í bankanum og liggja bæði til grundvallar skýrslugjafar til Seðlabanka og stjórnar og eru í báðum tilvikum undirstaða fyrir mikilvæga ákvörðunartöku. Uppbygging á skilvirku og öruggu eftirliti með gæðum gagna er forgangsverkefni Áhættustýringar.

Áhættustýring er svið innan Íslandsbanka sem stuðlar að upplýstri ákvarðanatöku og sterkri áhættuvitund stjórnar og starfsmanna bankans. Meðal verkefna er að tryggja áreiðanlegt mat á öllum áhættuþáttum í rekstri bankans og að miðla heildaryfirsýn um áhættu til stjórnenda og eftirlitsaðila. Áhættustýring sinnir einnig sérhæfðum greiningarverkefnum fyrir aðrar einingar bankans þar sem markmiðið er að umbreyta gögnum í skiljanlegar og gagnlegar upplýsingar sem nýtast við ákvarðanatöku.

Helstu verkefni:

 • Forysta og frumkvæði við þróun og innleiðingu gæðakerfis fyrir áhættustýringargögn
 • Verkefna- og breytingastjórnun í tengslum við gagnagæði í innleiðingu og uppfærslu hugbúnaðarkerfa
 • Ráðgjöf við hönnun og högun gagnagrunna sem Áhættustýring reiðir sig á
 • Sérhæfð greiningarverkefni og samskipti við önnur svið bankans
 • Kynningar og samskipti við hagsmunaaðila innan og utan bankans, t.d. Seðlabankann

Hæfniskröfur:

 • Greiningarhæfni, samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
 • Framúrskarandi hæfni á sviði tölvunarfræði, tölfræði eða stærðfræði
 • Staðgóð þekking á gagnagrunnum og notkun fyrirspurnartóla
 • Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku
 • Reynsla af áhættustýringu og þekking á bankastarfsemi er kostur

Nánari upplýsingar:

Kjartan Benediktsson, forstöðumaður Gagna og mælinga, sími 440 4647, netfang: kjartan.benediktsson@islandsbanki.is. Á Mannauðssviði veitir Guðlaugur Örn Hauksson nánari upplýsingar, sími 844 2714, netfang: gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Kjartan Benediktsson, forstöðumaður Gagna og mælinga, sími 440 4647, netfang: kjartan.benediktsson@islandsbanki.is. Á Mannauðssviði veitir Guðlaugur Örn Hauksson nánari upplýsingar, sími 844 2714, netfang: gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is