SÉRFRÆÐINGUR Í GÆÐAKERFUM

Össur 11. Jul 2017 Fullt starf

SÉRFRÆÐINGUR Í GÆÐAKERFUM

Gæðamál eru lækningatækjafyrirtækjum mjög mikilvæg. Við leitum að sérfræðingi til að stýra tæknilegri vegferð gæðakerfa í alþjóðlegri upplýsingatæknideild Össurar. Össur starfar í yfir 20 löndum um allan heim þar sem nýtt gæðakerfi mun gegna lykil hlutverki í gæðamálum fyrirtækisins. Framundan er uppbygging og innleiðing á nýju kerfi og aðlögun á núverandi kerfum fyrirtækisins í samræmi við gæða- og upplýsingatæknistefnu Össurar.

Starfssvið:

 • Tæknileg stýring á gæðakerfum Össurar
 • Mótun tæknistefnu og vegvísis fyrir gæðakerfi
 • Greining og hönnun á nýrri virkni í samvinnu við hagsmunaaðila
 • Stýring á birgjum í innleiðingu, þróun og þjónustu
 • Þátttaka í viðhaldi og þróun núverandi lausna

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun/reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla og áhugi af gæðamálum og ferlum
 • Reynsla af innleiðingu og rekstri gæðakerfa
 • Reynsla af hugbúnaðargerð og samþættingu mikill kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð enskukunnátta og hæfni í mannlegum samskiptum

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur