Sérfræðingur í Dynamics NAV

Bláa Lónið 12. Dec 2019 Fullt starf

Við leitum að reynslumiklum aðila til að leiða þróun, rekstur og viðhald í Dynamics NAV 2018 umhverfi Bláa Lónsins. Uppfærsla í Business Central stendur nú yfir ásamt innleiðingu í LS Retail með samstarfsaðilum. Um er að ræða spennandi og mikilvægt starf innan upplýsingatæknisviðs fyrirtækisins þar sem mikil áhersla er lögð á umfang NAV og LS Retail í framtíðinni.

Helstu verkefni

• Ráðgjöf og þjónusta við lykilnotendur

• Hönnun á viðskiptaferlum innan kerfis

• Greining og hönnun á sérlausnum

• Þátttaka í uppfærslum og innleiðingum NAV

• Þátttaka í innleiðingu á LS Retail

• Vinna á móti forriturum

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun í viðskiptafræði, tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum

• A.m.k. fjögurra ára viðeigandi starfsreynsla

• Þekking á Microsoft Dynamics NAV er skilyrði

• Þekking á NAV forritun er kostur

• Tileinka sér nýja tækni og vönduð vinnubrögð

• Frumkvæði, áreiðanleiki, sjálfstæði í verki og góðir samskiptahæfileikar


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2020

Nánari upplýsingar veitir Ægir Viktorsson sérfræðingur á mannauðssviði, í síma 420 8800.