Sérfræðingur í Business Central og LS Retail

Bláa Lónið 29. Aug 2023 Fullt starf

Bláa Lónið leitar að öflugum sérfræðingi til að ganga til liðs við metnaðarfullt teymi Upplýsingatækni & Stafrænnar Þróunar. Um er að ræða spennandi starf þar sem áhersla er lögð á Business Central og LS Retail til framtíðar.

Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf og þjónusta við lykilnotendur
  • Vinna á móti verktökum og þróunarteymi Bláa Lónsins
  • Fræðsla og þjálfun fyrir helstu notendur og gerð kennsluefnis
  • Hönnun og skjölun á sérlausnum
  • Framkvæmd viðeigandi greininga
  • Þátttaka í uppfærslum og verkefnum í LS Retail og Business Central
  • Gæðastýring þróunar- og innleiðingarverkefna í samstarfi við prófunarstjóra
  • Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Marktæk reynsla og þekking á hugbúnaðarþróun
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Þekking á Business Central, LS Retail eða sambærilegum kerfum er æskileg
  • Góð enskukunnátta
  • Viðkomandi mun hafa starfsstöð í nýju skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.

    Bláa Lónið er lifandi, skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á sífellda þróun og nýsköpun. Með framúrskarandi samvinnu allra starfsmanna er markmiðið að skapa einstaka upplifun fyrir gesti.


    Sækja um starf
    Upplýsingar fyrir umsækjendur

    Umsóknarfrestur er til og með 18. september.

    Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Ágúst Ólafsson, forstöðumaður þróunar hjá IT & Digital (pall@bluelagoon.is).