Sérfræðingur í beinum samskiptum (e. direct marketing)

VÍS 27. Jun 2021 Fullt starf

Viltu hjálpa okkur að vera skrefi á undan?

Við leitum að snillingi í beinum samskiptum (e. direct marketing)

Við höfum sett okkur markmið um að bæta og efla samskipti við viðskiptavini okkar. Við viljum byggja upp einstakt viðskiptasamband, auka virði og ánægju. Því leitum við eftir sérfræðingi í beinum samskiptum sem hjálpar okkur að ná markmiðum okkar.

Sérfræðingurinn vinnur náið með sölu- og þjónustuteymum og notar Salesforce Marketing Cloud. Starfið tilheyrir sölu- og markaðsdeild.

Helstu verkefni

 • Taka þátt í að móta og innleiða samskiptastefnu VÍS.
 • Þróa, útfæra og viðhalda ferlum og kerfum sem styðja við stefnuna.
 • Þróa og viðhalda samskiptum í vegferð viðskiptavina í samvinnu við þjónustu- og markaðsteymi.
 • Þjálfa og efla starfsfólk í notkun Saleforce Marketing Cloud.
 • Þróa og hanna hnitmiðuð sniðmát fyrir samskipti í samstarfi við hönnuð.
 • Tengja samskiptaferli við markaðsstarf.

Hæfni og þekking

 • Framúrskarandi færni í samskiptum
 • Geta skrifað með fyrirfram ákveðinni rödd eða tón
 • Þekking á stafrænum markaðsmálum og markpóstum
 • Reynsla af viðskiptatengsla-kerfum (CRM-kerfum eins og Salesforce)
 • Agile vinnulag og teymisvinna.

Menntun og reynsla

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Haldgóð reynsla í beinni markaðssetningu
 • Haldgóð reynsla af CRM-kerfum

Það sem við höfum upp á að bjóða

 • Við bjóðum þér að taka virkan þátt í að breyta tryggingum og fækka slysum
 • Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu
 • Fyrirmyndarfyrirtæki með áherslu á jafnrétti
 • Við bjóðum upp á nýsköpunarumhverfi og elskum hugrekki
 • Við leggjum ríka áherslu á sjálfbærni því við vitum að það er framtíðin
 • Tækifæri til þess að vaxa og dafna ─ í lífi og starfi

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður sölu- og markaðsdeildar, gosk@vis.is.

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 4.júlí.


Sækja um starf