Sérfræðingur á þjónustuborð Íslandsbanka

Íslandsbanki 5. Aug 2020 Fullt starf

Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni með ríka þjónustulund til að slást í hóp sérfræðinga á þjónustuborði og í vettvangsþjónustu bankans.

Helstu verkefni: • Móttaka, greining, úrvinnsla og úthlutun verkbeiðna sem berast á þjónustuborðið í gegnum tölvupóst, síma eða verkbeiðnakerfi bankans • Fyrsta stigs tækni- og notendaaðstoð við starfsmenn bankans • Uppsetning á tölvum, hugbúnaði og tölvubúnaði • Ýmis verkefni sem tengjast aðgangi notenda að kerfum og gögnum • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur: • Mjög góð almenn tölvukunnátta og þekking á Microsoft stýrikerfi og hugbúnaði • Greiningarhæfni sem nýtist við bilanagreiningu • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Fagleg, sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið á veitir Andrea Ósk Jónsdóttir , forstöðumaður Stefnumótunar og reksturs, andrea.osk.jonsdottir@islandsbanki.is sími 856 6559.

Umsóknir óskast fylltar út á islandsbanki.is og sendar ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst nk.

Hjá Íslandsbanka starfa um 800 manns með ástríðu fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Starfsfólk Íslandsbanka leggur sig alltaf fram við að veita bestu bankaþjónustuna.

Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis.