Sérfræðingur á sviði stafrænna lausna / RPA forritari

Motus ehf 8. Mar 2021 Fullt starf

Við hjá Motus leitum að öflugum einstaklingi í teymi forritara á upplýsingatæknisvið fyrirtækisins.

Starfið felur í sér þátttöku í sjálfvirknivæðingu og stafrænni umbreytingu þvert á fyrirtækið, þ.m.t. hjá Motus, Lögheimtunni, Pei og Faktoría.

Starfið hentar þeim sem hefur brennandi áhuga á sjálfvirknivæðingu og leggur áherslu á vönduð vinnubrögð og notkun á nýjustu tækni.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Hönnun og þróun á sjálfviknivæddum vinnuferlum í teymi öflugra sérfræðinga

• Þátttaka í að bæta verklag teymisins með það fyrir sjónum að auka afköst og minnka handavinnu

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum

• Reynsla á sviði RPA er kostur, t.d. á tólum eins og UiPath og Microsoft Power Platform

• Reynsla af þróun og viðhaldi notendavænna stafrænna lausna er kostur

• Þekking á vefþjónustum og API samþættingum er kostur

• Þekking á C#, SQL og JavaScript er kostur

• Reynsla af aðferðum á sjálfvirkum prófunum (QA) er kostur

• Áhugi á að læra nýja tækni og tileinka sér hana

• Árangursþörf og metnaður til að hrinda hugmyndum í framkvæmd

• Geta til að vinna undir álagi

• Skipulögð og vönduð vinnubrögð, bæði sjálfstætt og í hópi

• Eldmóður og frumkvæði ásamt ekki gera ekki neitt hugarfari.

EKKI GERA EKKI NEITT er grundvöllur fyrirtækjamenningar Motus, en innri gildi starfsmanna eru hjálpsemi, frumkvæði, jákvæðni, vinnusemi og umburðarlyndi. Í boði er skemmtilegt umhverfi, metnaðarfullir samstarfsmenn, afburða upplýsingakerfi og öflugt fyrirtæki.

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg D. Hjaltadóttir mannauðsstjóri Motus (sibba@motus.is). Vinsamlegast sækið um á heimasíðu okkar www.motus.is. Ráðið verður í starfið sem fyrst.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur