Sérfræðingur á sviði radíómála hjá Póst- og fjarskiptastofnun

Póst- og fjarskiptastofnun 26. Sep 2018 Fullt starf

Póst- og fjarskiptastofnun leitar að öflugum sérfræðingi til liðs við tæknideild stofnunarinnar. Sérfræðingurinn verður hluti af teymi starfsmanna sem vinnur náið saman að skipulagi tíðnimála, úthlutun tíðna og númera, eftirliti með ljósvakanum o.fl. Þá er net- og upplýsingaöryggi fjarskiptakerfa hluti af starfsemi tæknideildar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með ljósvakanum, þ.e. fyrirbyggjandi aðgerðir gegn radíótruflunum ásamt truflanaleit

 • Markaðseftirlit

 • Skipulag og úthlutun tíðna og númera

 • Aðkoma að verkefnum sem miða að aukinni sjálfvirknivæðingu starfs tæknideildar

 • Auk þessara verkefna er um að ræða almennt eftirlit með reglum um net- og upplýsingaöryggi, ásamt stuðningi við störf annarra deilda. Þátttaka í innleiðingu gæðaferla tæknideildar er einnig mikilvægur þáttur í starfinu.

Hæfnikröfur

 • Háskólapróf í verk- eða tæknifræði, upplýsingatækni eða sambærileg menntun á raunvísindasviði. Framhaldsnám eða starfsreynsla á sviði fjarskipta er kostur

 • Góður skilningur á upplýsingatækni og þekking á helstu þáttum í framkvæmd UT verkefna

 • Þekking á uppbyggingu og virkni fjarskiptaneta æskileg

 • Einnig þarf viðkomandi að geta unnið skipulega í að greina og svara erindum

 • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

 • Ríkuleg samskiptafærni ásamt öguðum og skipulögðum vinnubrögðum

 • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að vinna í hópi ásamt því að búa yfir bæði sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er í samstarfi við fjarskiptafélög á Íslandi

Um er að ræða krefjandi starf í síbreytilegu og spennandi umhverfi þar sem gerðar eru miklar fagkröfur. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar um starfið

 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

 • PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni.

 • Umsóknarfrestur er til og með 15. október nk. Umsjón með starfinu hefur Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar. Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu PFS www.pfs.is.

 • Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er sakavottorðs.

Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 15.10.2018 Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Jónasson - thorleifur@pfs.is - Sími 5101500

Tæknideild PFS er til húsa að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík