Sérfræðingur á iðnaðarsviði

Raftákn 27. Sep 2019 Fullt starf

Raftákn óskar eftir að ráða til sín öflugan aðila í starf sérfræðings á iðnaðarsviði.
Raftákn leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi til að vinna að lausn verkefna á iðnaðarsviði á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík. Verkefnin eru í iðnaði, hjá opinberum aðilum, veitukerfum og virkjunum. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um.

Starfssvið

  • Hönnun og þróun stjórnkerfa og stýrirása
  • Forritun stýrivéla, jaðarbúnaðs, þjarka, notendaviðmóts og upplýsingakerfa
  • Uppsetning, gangsetning og viðhald sjálfvirkra kerfa
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði. Mikill kostur ef menntun er á sviði rafmagns- eða hátækniverkfræði
  • Reynsla af vinnu við hönnun og forritun stjórnkerfa
  • Reynsla og þekking á forritun búnaðar í iðnaði, veitukerfum eða virkjunum
  • Þekking á forritun í C++, Python eða sambærilegu er kostur
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Rík þjónustulund og samskiptahæfileikar
  • Geta til vinna sjálfstætt og eiga í beinum samskiptum við viðskiptavini

Umsóknarfrestur er til og með 10. október næstkomandi.

Raftákn er rafmagnsverkfræðistofa með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík. Hjá Raftákni starfa 27 manns að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á Íslandi og erlendis. Viðskiptavinir Raftákns eru m.a. opinberir aðilar, orku- og veitufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, stóriðjufyrirtæki og hátæknifyrirtæki.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.