Sérfræðingur

Netters ehf. 27. Sep 2017 Fullt starf

Netters er ört vaxandi fyrirtæki sem leitar að klárum sérfræðingum með brennandi áhuga á tækni og tilbúnir til að takast á við áskoranir. Í því felst að taka þátt í að byggja upp og móta ört vaxandi fyrirtæki á sviði netlausna með öðrum mjög öflugum einstaklingum. Netters er Cisco Partner en Cisco er leiðandi á sviði netlausna, netþjóna og í skýjalausnum. Í starfinu felst t.d. hönnun, uppsetning og rekstur á netbúnaði, netþjónum, hugbúnaði, skýjalausnum og þróa áfram tækifæri sem henta viðskiptavinum hverju sinni.

Ef þú þekkir eitthvað af þessum lausnum þá er líklegt að þú passir inn:

• Internetþjónustur – Þekkingu á umhverfum fyrir Internetþjónustur, má þar nefna Cisco ASR9000, ASR900, BGP, OSPF, MPLS, Layer3 VPN og Catalyst svissar svo eitthvað sé nefnt.
• Security – Þekkingur á eldveggjum t.d. Cisco ASA, FirePower, Cisco ISE, Cisco FireAMP og ýmsum útfærslum af VPN.
• Wireless og Mobiltiy – Cisco Wireless lausnum s.s. traditional og Meraki.
• Data Center lausnir – Cisco Nexus 5000 og 9000, Cisco ACI, Virtual Networking, SDN, Storage Networking og þá aðallega NFS.
• Netþjónar – Cisco UCS, VMware, Hyper-V, Storage.

Kröfur:

• CCNA, CCNP og CCIE er mikill kostur, en ef ekki þá komum við þér þangað.
• Forritunarþekking er mikill kostur en ekki nauðsyn.
• Linux þekking er kostur en ekki nauðsyn.
• Geta hugsað út fyrir kassann.

100% trúnaður gildir um alla sem hafa samband. Ef þú hefur áhuga eða vilt kanna hvort að leiðir okkar liggi saman sendu línu á job@netters.is.

Við vinnum úr umsóknum jafn óðum og þær berast. Við getum hugsað okkur að ganga frá einhverjum ráðningum fyrir mánaðarmótin sept/okt 2017 en annars gildir umsóknarfrestur til og með miðvikudeginum 4. október 2017.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2017. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ingvi Þórisson í tölvupósti á netfanginu gunnar@netters.is. Umsóknir skal senda á job@netters.is. 100% trúnaður gildir með allar umsóknir og allar fyrirspurnir.