Sérfræðingar í Microsoft skýjalausnum

Atmos Cloud 15. Oct 2021 Fullt starf

Atmos Cloud leitar að junior og senior sérfræðingum í Microsoft skýjalausnum til að vera með og taka þátt í teyminu okkar. Við leitum að fólki með ástríðu og þekkingu á skýjalausnum, öryggi, sjálfvirkni og þróun reksturs innan Azure og M365 umhverfisins.

Sem Atmos skýjasérfræðingur tekur þú þátt og ert hluti af teymi sem vinnur krefjandi og áhugaverð verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Þú hefur sveigjanleika á vinnuumhverfi og vinnutíma, þú hefur mikilvægt hlutverk sem einstaklingur innan Atmos Cloud með þína sýn í ört vaxandi sprotafyrirtæki.


Junior sérfræðingur
Eftirfarandi hjálpar:

• Lágmark 3 ára reynsla sem Microsoft kerfisstjóri
• Microsoft Azure og/eða M365 kerfisstjórnunar reynsla
• Microsoft Power Apps reynsla er mikill kostur
• Frábær samskiptafærni í tali og riti
• Brennandi áhugi og vilji til að vaxa í starfi

Senior sérfræðingur
Eftirfarandi hjálpar:

• Lágmark 7 ára reynsla sem Microsoft kerfisstjóri
• Djúp þekking og mikil reynsla af Microsoft 365 og Azure umhverfa
• Hafa tæknilega sýn, frumkvæði og leiðtogahæfileika
• Reynsla af öryggismálum
• Reynsla af sjálfvirknivinnu
• Frábær samskiptafærni og brennandi áhugi fyrir krefjandi verkefnum
• Önnur menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi


Um Atmos Cloud

Á skömmum tíma eða frá stofnun Atmos Cloud, snemma árið 2020, hefur fyrirtækið markað sér stöðu hjá Microsoft. Í dag er fyrirtækið talið eitt helsta spútnik fyrirtæki landsins sem bíður uppá þjónustu við skýjalausnir ásamt því að skipuleggja og leiða skýjavegferðir fyrirtækja á alþjóða vettvangi.

Atmos Cloud er ört vaxandi sprotafyrirtæki þar sem allir hafa rödd og skoðanir allra virtar. Við viljum aðstoða og hjálpa öllum, við viljum þroskast og læra af öllum.

Við hugsum í skýjalausnum, okkar sýn er að einfalda rekstur fyrirtækja, auka skilvirkni, öryggi og kostnaðarvitund.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 31. október. Ráðið verður í starfið sem fyrst.

Umsóknir skal senda á netfangið job@atmos.is með 'Junior' eða 'Senior' í Subject, eftir því sem við á.

Allar frekari upplýsingar má senda á vidar@atmos.is