Sérfræðingar í hugb.þróun/máltækni/AI

Háskólinn í Reykjavík 23. Feb 2021 Fullt starf

Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík (HR), sem er hluti af Gervigreindarsetri HR, hlaut nýlega fimm styrki til tveggja ára til að vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði gervigreindar, máltækni og samskiptum manns og tölvu. Um er að ræða tvo styrki úr evrópsku “CEF-Telecom” áætluninni og þrjá styrki úr “Markáætlun í tungu og tækni”.

Heiti verkefnanna sem um ræðir eru:

  • National Language Technology Platform (NLTP).
  • Microservices at your service: bridging the gap between NLP research and industry.
  • Using Machine Learning Models for Clinical Diagnoses (Notkun vélnámslíkana fyrir klínískar greiningar).
  • Spoken Dialogue Framework for Icelandic (Þróunarumgjörð fyrir íslensks samræðukerfi).
  • Computer-Assisted Pronunciation Training in Icelandic (Tölvustudd framburðarþjálfun á íslensku).

Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmenn í fullt starf í tengslum við ofangreind verkefni. Í boði eru spennandi störf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Störfin eru fjölbreytt og fela í sér rannsóknir og hugbúnaðarþróun í teymi með öflugum hópi sérfræðinga og námsmanna. Í verkefnunum er sérstök áhersla á að þróa máltæknibúnað og máltækniumgjörð fyrir tilteknar aðstæður eða notkun og jafnframt að nýta þá innviði sem hafa skapast í kjarnaverkefnum Máltækniáætlunar stjórnvalda Hér fylgir listi yfir ensk lykilorð (e. keywords) sem tengjast ofangreindum verkefnum: language technology, natural language processing, spoken language processing, microservices, artificial intelligence, machine learning, machine translation, speech recognition, speech synthesis, clinical diagnoses, dialogue management, natural language understanding, natural language generation, pronunciation, computer-assisted language learning.
**
Hæfniskröfur:**

  • Háskólagráða í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum
  • Meistaragráða og/eða þekking á gervigreind og máltækni er kostur
  • Reynsla af hugbúnaðargerð er kostur
  • Reynsla af vélrænu námi er kostur
  • Mikil skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Sveigjanleiki, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
  • Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá. Einnig er beðið um kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður ástæður þess að vera rétta manneskjan í teymið.

Umsóknarfrestur er til 15. mars 2021. Umsóknum skal skilað rafrænt til Háskólans í Reykjavík. Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir veita Hrafn Loftsson, dósent (hrafn@ru.is) og Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri (esterg@ru.is).

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 í sjö deildum og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknum skal skilað rafrænt til Háskólans í Reykjavík. Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir veita Hrafn Loftsson, dósent (hrafn@ru.is) og Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri (esterg@ru.is). https://jobs.50skills.com/ru/is/6704