Senior Software Developer

Advania 8. Mar 2023 Fullt starf

Langar þig að taka þátt í að skapa hugbúnaðarlausnir framtíðarinnar? Hefur þú metnað og drifkraft til að takast á við flókin, spennandi og skemmtileg verkefni í samheldnu og drífandi teymi? Við leitum að öflugri manneskju í starf bakendaforritara til að leiða þróun skeytamiðlunar Advania.

Um er að ræða starf í öflugu teymi forritara og vörustjóra á sviði rafrænna viðskipta og skólalausna sem brenna fyrir því að hanna og þróa nútímalegar hugbúnaðarlausnir. Það eru mörg skemmtileg og krefjandi verkefni framundan hjá okkur og markmið teymisins er að vera leiðandi í þróun á hugbúnaðarlausnum framtíðarinnar.

Starfssvið

Viðkomandi mun leiða þróun skeytamiðlunar Advania en skeytamiðlun sér um að miðla rafrænum skeytum á XML formi milli bókhaldskerfi. Á þann hátt er hægt að minnka umhverfisfótspor fyrirtækis, lækka kostnað við sendingu skeyta og flýta miðlun upplýsinga.

Advania er nútímalegur og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á sveigjanleika í starfi, möguleika á fjarvinnu og fyrirmyndar vinnuumhverfi. Áhersla er lögð á skemmtileg og krefjandi verkefni og sjálfræði til að nálgast verkefnin á ólíkan máta. Í Advania er frábært mötuneyti, líkamsrækt og innan félagsins er fjölbreytt og virkt klúbbastarf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Reynsla af Oracle, PL/SQL og Java er kostur ásamt vinnu í XML með XSLT og Xpath
 • Reynsla af ASP.NET 4.

Annað sem við teljum mikils virði:

 • Brennandi áhugi á hönnun og þróun
 • Lausnamiðuð hugsun og jákvæðni
 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Skipulögð vinnubrögð og hæfni í teymisvinnu

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

Vinnustaðurinn Advania

Advania er nútímalegur og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á sveigjanleika í starfi, möguleika á fjarvinnu og fyrirmyndar vinnuumhverfi. 

Áhersla er lögð á skemmtileg og krefjandi verkefni og sjálfræði til að nálgast verkefnin á ólíkan máta. Í Advania er frábært mötuneyti, líkamsrækt og innan félagsins er fjölbreytt og virkt klúbbastarf.

Kynntu þér vinnustaðinn betur hér: www.advania.is/vinnustadurinn

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 21. mars 2023
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs, ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir, hefur aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Scheving Thorsteinsson, deildarstjóri þróunar, sverrir.scheving.thorsteinsson@advania.is / 440 9000


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

.