Senior framendaforritari

Júní 26. Jan 2026 Fullt starf

Kæri framendaforritari 💛

Við hjá Júní leitum að afbragðsgóðum senior framendaforritara til að ganga til liðs við okkur. Við erum á fullu að hanna og þróa stafrænar vörur og þjónustu fyrir mörg af framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Verkefnin eru fjölbreytt, metnaðarfull og falleg – alveg eins og við viljum hafa þau. Við lifum og hrærumst í notendaupplifun, góðri hönnun og afbragðs forritun. Það eru okkar trúarbrögð. Ef þú deilir þessum áhuga og langar til að taka þátt í skemmtilegri þróunarferð – kíktu í heimsókn!

Starfið er fjölbreytt og felur í sér allt frá einföldum innleiðingum til flóknari fullbúinna framendalausna með tilheyrandi skipulagningu og hönnun.

Starfið er unnið í nánu samstarfi við ráðgjafa, hönnuði, bakendaforritara og viðskiptavini og gefur því gríðarlegt svigrúm til að taka þátt í að leysa flókin og krefjandi verkefni í öflugum teymum.

Menntunar- og hæfniskröfur 🧠

  • Að lágmarki 5+ ára reynsla af hugbúnaðarþróun
  • Háskólagráða í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegu námi
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og metnaður
  • Sjálfstæð vinnubrögð og leiðtogahæfileikar
  • Ástríða fyrir metnaðarfullri teymisvinnu

Víðtæk reynsla og þekkingu á:

  • CSS
  • HTML
  • Typescript / Javascript
  • React
  • Next.js

Um Júní 🌞

Við erum skapandi hópur sem vinnur að stafrænum lausnum fyrir mörg af stærstu og áhugaverðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Júní er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem fólk hefur frelsi, traust og öll bestu tólin til að gera magnaða hluti.

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 2. febrúar 2026.

Með kveðju frá öllum hjá Júní ❤️


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu okkur línu á job@juni.is – CV, portfolio eða bara link á eitthvað sem sýnir þína einstöku færni.